Biography
Stripshow
Real name: Stripshow
Effective period / Period of releases: 1996
Members: Silli Geirdal, Ingó Geirdal, Bjarki Magnússon, Guðmundur Aðalsteinsson
Icelandic Rock band.Stripshow.
Stripshow gaf út eina breiðskífu árið 1996; Rokkóperuna “Late-Nite Cult Show” sem kom m.a. út í Japan og Kóreu þar sem yfirvöld ákváðu að banna tónlist sveitarinnar vegna textagerðar og ímyndar drengjanna, sem var í skrautlegra lagi.
Þetta “afrek” kappana vakti athygli utan Kóreu og bauðst Geirdal bræðrum í kjölfarið að spila víðsvegar um Bandaríkin með upprunalegum meðlimum Alice Cooper sveitarinnar, þeim Dennis Dunaway, Neal Smith og Michael Bruce, en sá síðastnefndi fékk þá Ingó og Silla til að stjórna upptökum og spila inn á tvær breiðskífur með sér. Sú fyrri hét "Halo Of Ice" (og var henni dreift um allan heim af Universal) en sú seinni heitir "The Second Coming Of Michael Bruce" og kom út 23. September 2005.
Sveitina skipa
Guðmundur Aðalsteinsson söngvari,
Bjarki Þór Magnússon trommuleikari,
Sigurður Geirdal bassaleikari,
Ingólfur Geirdal gítarleikari.