Biography
:format(jpeg):mode_rgb():quality(90)/discogs-images/A-3610318-1520014617-1149.jpeg.jpg)
Pal Brothers
Real name: The Pal Brothers
Members: Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason
The Pal Brothers var dúett Magnúsar og Jóhanns en þeir félagar kölluðu sig þessu nafni er þeir störfuðu í Bretlandi og reyndu að slá í gegn þar í landi, samhliða dúettnum starfræktu þeir hljómsveitina Change sem einnig var að gefa út efni um þetta leyti, reyndar höfðu þeir gefið út eina smáskífu sem dúett undir nafninu Change þegar hér var komið sögu.Þeir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason höfðu byrjað samstarf sitt heima á Íslandi og gefið út plötuna Magnús og Jóhann hér heima 1972 en Pal brothers nafnið var eingöngu bundið við eina útgefna smáskífu og reyndar einnig aðra óútgefna smáskífu með lögunum Sweet Cassandra og When the morning comes. Sweet Cassandra var einmitt eitt af þeim nöfnum sem til stóð að nefna dúettinn.