Biography
:format(jpeg):mode_rgb():quality(90)/discogs-images/A-3897078-1468227636-6669.jpeg.jpg)
Árni Heiðar Karlsson
Real name: Árni Heiðar Karlsson
Árni Heiðar Karlsson 06.07.1975 / Icelandic Jazz pianist.Árni Heiðar hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi sem píanóleikari, meðleikari, tónskáld og hljómsveitarstjóri, í leikhúsum og kvikmyndum. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur með eigin tónsmíðum, „Q“ (2001) og Mæri (2009) sem báðar voru tilnefndar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og sú þriðja, Mold er væntanleg í haust.
Árni Heiðar hóf nám í píanóleik í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, þá lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Framhaldsnám í klassískum píanóleik stundaði hann hjá píanóleikaranum Martino Tirimo í London og við Háskólann í Cincinnati í Bandaríkjunum þaðan sem hann útskrifaðist með Meistaragráðu árið 2003. Samhliða þessu lauk Árni Heiðar burtfararprófi frá djassdeild FÍH 1997 og stundaði framhaldsnám í djasspíanóleik við Listaháskólann í Amsterdam veturinn 1997-98 þar sem hann naut leiðsagnar djasspíanistans Rob Madna.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 13. ágúst 2013.