0:00
0:00

Save as Playlist     Clear     Source: YouTube

Share with your Friends
Elín Ósk Óskarsdóttir Free Music

Biography

Elín Ósk Óskarsdóttir Free Music

Elín Ósk Óskarsdóttir

Real name: Elín Ósk Óskarsdóttir

Icelandic.
Elín Ósk Óskarsdóttir sópran hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskóla Rangæinga og hélt síðan til náms við Söngskólann í Reykjavík 1979 og lauk þaðan einsöngvaraprófi 1984. Aðalkennari hennar var Þuríður Pálsdóttir. Elín Ósk stundaði framhaldsnám á Ítalíu og Englandi hjá Pier Miranda Ferraro og Gita Denise Vibyral.

Eftir tveggja ára nám á Ítalíu var Elín Ósk kölluð heim til Íslands til að syngja titilhlutverkið í óperunni Tosca í uppfærslu Þjóðleikhússins og var það jafnframt hennar fyrsta óperuhlutverk á sviði. Þau óperuhlutverk sem Elín Ósk hefur sungið hér heima sem erlendis eru m.a. hlutverk Leonoru í Valdi örlaganna, Donnu Elviru í Don Giovanni, 2. dömu í Töfraflautunni, Dido í Dido og Aeneas, hlutverk Thoru í óperunni Fredkulla eftir M.A.Udbye en þar var um að ræða frumflutning á fyrstu óperu Norðmanna í Olavshallen í Þrándheimi. Elín Ósk tók einnig þátt í frumflutningi á óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra- Lofti, í Íslensku óperunni og söng þar dramatískt hlutverk Steinunnar. Síðast söng Elín Ósk titilhlutverkið í óperunni Aidu eftir Verdi á tónlistarhátíð í Bodö í Noregi.

Elín Ósk hefur tekist á við ýmis önnur verkefni en óperur, bæði hér á landi og erlendis, svo sem óratóríur og messur. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum, sem einsöngvari og með öðrum söngvurum og kórum. Elín Ósk hefur sungið inn á nokkra hljómdiska, en árið 1987 kom út fyrsta einsöngshljómplata hennar við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og 1998 kom út hljómdiskur Elínar Óskar, Söngperlur, við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur píanóleikara. Hún hefur unnið sem kórstjóri í fjölmörg ár þ.á.m. hjá Kór Rangæingafélagsins í Reykjavík 1990-2000. Elín Ósk stofnaði Söngsveit Hafnarfjarðar haustið 2000 og er aðalstjórnandi hennar.

Þá á Elín að baki verk eins og Lady Macbeth í óperunni Macbeth eftir Verdi í Íslensku óperunni í ársbyrjun 2003. Auk einsöngstónleikar í Salnum í október 2002, Jólaóratóría eftir John Speight í desember 2002, tónleikar ásamt Tríói Reykjavíkur í mars 2003, óratórían Eliah með Sinfóníuhljómsveit Íslands, einsöngvurum og Mótettukór Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð í maí 2003.

External Pages

ismus.is/i/person/id-1005561