Biography
:format(jpeg):mode_rgb():quality(90)/discogs-images/A-6246999-1567722659-9553.jpeg.jpg)
Heiðdís Norðfjörð
Real name: Heiðdís Norðfjörð
Effective period / Period of releases: 1980
Heiðdís Norðfjörð born 21. Des 1940 Akureyri Iceland..Heiðdís Norðfjörð fæddist 21. desember 1940 á Akureyri. Hún tók próf frá húsmæðraskólanum á Laugalandi 1959 og útskrifaður sem sjúkraliði 1975. Heiðdís hefur starfað sem forstöðukona við hjúkrun á dvalarheimili fyrir aldraða, læknafulltrúi við embætti héraðslæknis Norðurlands eystra, læknaritari við Heilsugæslustöðina á Akureyri, meðhjálpari við Akureyrarkirkju og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu.
Heiðdís hefur lesið sögur og ævintýri inn á fjölmargar snældur og samið lög við eigin texta og annarra, sem flutt hafa verið á hljómplötum og snældum og birt í blöðum og bókum. Má þar nefna lög hennar við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk í barnabók hans, Sögunni af Pínu Pílu, auk laga og texta í barnasögunni Dolla dropa eftir Jónu Axfjörð. Heiðdís hefur einnig samið fjölmörg ljóð. Þau hafa m.a. birst í bókinni "Skáldatal íslenskra barna- og unglingabókahöfunda", svo og í blaði Félags íslenskra læknaritara „Læknaritarinn" .