0:00
0:00

Save as Playlist     Clear     Source: YouTube

Share with your Friends
Grettir Björnsson by Grettir Björnsson

Artists


Album Info

Release Date: 1972

Label: SG-Hljómplötur

Þegar SG-hljómplötur gáfu út hljómplötu Grettis Björnssonar fyrir fimm árum, þar sem hann spilaði gömlu dansana, datt okkur sízt í hug, að þetta yrði metsöluplata, sem einnig œtti eftir að hljóta varanlegar vinsœldir í hinum ýmsu óskalaga-þáttum útvarpsíns, en sú varð raunin.
Þessi plata Grettis er orðin einhver söluhœsta platan, sem SG-hljómplötur hafa gefið út. Ástœðurnar fyrir því eru sennilega þrjár. Fyrst og fremst, að gömlu dansarnir njóta mikilla vinsœlda á Íslandí og síðan það, að harmonikan er síður en svo orðin gamaldags og úrelt, vinsældir hennar meðal Íslendinga eru sízt minni nú, en þær voru fyrir 20—30 árum. Og svo þriðja ástœðan; Grettir Björnsson er frábœr harmoniku-leikari. Aðdáendur Grettis um land allt hafa beðið eftir stórri plötu með Gretti og hér er hún loksins komin. Öll eru lögin íslenzk, eftir kunna lagahöfunda og hljómlistarmenn. Er það ef til vill táknrœnt, að fyrsta lag plötunnar heitir Sprett úr spori en hið síðara Flýttu þér hægt. Það fyrra er eftir Gretti, en hið síðara eftir aldurs-forseta íslenzkra harmonikuleikara, Jóhannes Jóhannesson. Önnur lög, sem mœtti minnast á er Kvöld í Gúttó, eftir Eirík Bjarnason. Þetta er nokkurra ára gamalt lag, en Eiríkur gerði sitt fyrsta lag, Ljósbrá, fyrir tœpum fjörutíu árum. Um sama leyti gerði Árni Björnsson tangóinn Að ganga í dans, sem einnig er á þessari plötu. Lag, sem ekki hefur heyrzt í fjölda ára. Þá eiga pianóleikararnir Magnús Pétursson og Ární Ísleifsson hér bráðskemmtileg lög. Með Gretti leika þeir Árni Scheving á bassa og xýlófón, Guðmundur R. Einarsson á trommur og Ólafur Gaukur á gítar, en hann útsetti lögin að nokkru leyti, þó það verk hvíldi aðallega á herðum Grettis.