0:00
0:00

Save as Playlist     Clear     Source: YouTube

Share with your Friends
Litla Hryllingsbúðin by Hitt Leikhúsið

Artists


Album Info

Release Date: 1985

Label: Steinar

Litla hryllingsbúðin er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti). Söngleikurinn, sem byggður er á samnefndri kvikmynd frá árinu 1960 í leikstjórn Roger Corman, var frumsýndur í útjaðri leikhússlífsins í New York, í WPA-leikhúsinu 6. maí 1982, en 27. júlí sama ár var söngleikurinn sýndur í Orpheum-leikhúsinu í New York, sem svokölluð Off-Broadway sýning. Þegar sýningum var hætt, eftir 2209 skipti, hafði söngleikurinn fengið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og af söngleikjum sem sýndir hafa verið í lengstan tíma samfellt var Litla hryllingsbúðin í þriðja sæti.

Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum og þekktustu lögin á Íslandi eru eflaust Þú verður tannlæknir og Gemmér (í þýðingu Megasar). Einnig er vitnað í dægurmenningu sjöunda áratugarins, til dæmis koma fram persónur í söngleiknum sem heita Chiffon, Crystal og Ronnette, en þær heita eftir vinsælum hljómsveitum sjöunda áratugarins.

Litla hryllingsbúðin segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspennandi lífi. Hann vinnur í lítilli blómabúð í skuggahverfi borgarinnar, hjá Músnikk, sem tók Baldur í fóstur. Viðskiptin ganga fremur illa og blómabúðin er um það bil að leggja upp laupana. Í blómabúðinni vinnur einnig Auður, sæt ljóska sem Baldur er ástfanginn af. En hún á kærasta, leðurklæddan og ofbeldisfullan tannlækni, sem ferðast um á mótorhjóli og beitir Auði ofbeldi. Dag einn kaupir Baldur dularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II. Eftir því sem plantan vex og dafnar aukast viðskiptin stöðugt meira í blómabúðinni og Baldur verður sífellt vinsælli. Kvöld eitt uppgötvar hann að plantan getur talað og hún lofar honum frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði og vill helst fá ferskt mannakjöt að borða. Matarvenjur plöntunnar eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar.
Þýðing á textum / bundnu máli: Megas.

More Pictures