Artists
Album Info
Release Date: 2001Label: Geimsteinn
GÁLAN er listamannsnafn Júlíusar Freys Guðmundssonar, rétt tæplega þrítugs tónlistarmanns úr Keflavík. Um er að ræða afar frjóan listamann sem m.a. var meðlimur hljómsveitarinnar Deep Jimi and the Zep Creams hér um árið. Síðan sú merka sveit lagði upp laupana hefur pilturinn samið, útsett, tekið upp og leikið á öll hljóðfæri tveggja einleiksplatna sinna. Sú síðari, sem ber einfaldlega kennitölu hans fyrir heiti, 220971-3099, kom í búðir í síðasta mánuði.