Artists
Album Info
Release Date: 1975Label: Tónaútgáfan
Svarfaðardalur er heiti þessarar fyrstu plötu, er Karlakór Dalvíkur gefur út. Nafnið er ekki aðeins táknrænt vegna titilslags plötunnar, heldur og vegna þess að félagar í kórnum eru bæði frá Dalvík og Svarfaðardal.Söng og tónlistarlif í Svarfaðardal og á Dalvík á sér langa sögu. Hafa þar starfað bæði blandaðir kórar og karlakórar og margir ágætir söngstjórar unnið þar mikið starf. Árið 1952 stofnuðu nokkrir áhugamenn Söngfélagið "Sindra". Starfaði það í nokkur ár undir stjórn Stefáns Bjarmans. Þá tekur Gestur Hjörleifsson við söngstjórn og hefur kórinn notið hans ágætu starfskrafta fram til þessa, en undirleik hefur aðallega annast Guðmundur Jóhannsson. Ingibjörg Steingrímsdóttir annaðist undirleik í nokkur ár og sá hún jafnframt um raddþjálfun. Árið 1960 var nafni Söngfélgsins breytt og heitir það síðan Karlakór Dalvíkur.