Artists
Album Info
Release Date: 1975Label: SG-Hljómplötur
Þetta er önnur plata Lúðrasveitar Reykjavíkur á merki SG-hljómplatna, en lúðrasveitin sjálf stendur að útgáfu þessarar plötu í tilefni af för sveitarinnar á slóðir vesturíslendinga sumarið 1975, enda tileinkar Lúðrasveit Reykjavíkur 100 ára landnámi íslendinga í Vesturheimi plötu þessa. Á plötunni er að finna gamalkunn íslenzk lög, sem vænta má að falli íslendingum vel í geð, ekki sízt vesturíslendingum. Gefur það plötunni aukið gildi, að hinn vinsæli söngvari Guðmundur Jónsson syngur á henni fimm lög með undirleik lúðrasveitarinnar.