Artists
Album Info
Release Date: 1993Label: Mífa
Kom upphaflega út árið 1988 hjá útgáfufyrirtækinu Sögusnældan.Ævintýri Münchhausen baróns eru líklegast einar frægustu grobbsögur allra tíma. Þær eru eignaðar Karli Friðriki Híerónýmusi (1720-1797) fríherra frá Münchhausen (fríherra er annað orð yfir barón) sem ungur að árum gekk í rússneska herinn og barðist við Tyrki í tveimur herleiðöngrum.
Síðar gerðist hann virðulegur kaupsýslumaður sem hafði gaman að segja ýkjusögur af sjálfum sér í matarboðum. Hæfileiki hans til að segja sögur átti þó eftir að koma honum í koll. Þýskur rithöfundur, Rudolph Erich Raspe að nafni, gaf út sögur hans í Englandi árið 1875 sem ári síðar voru þýddar aftur yfir á þýsku (vert er að taka fram að sumar þessara frásagna voru eldri flökkusögur sem eignaðar voru baróninum).
http://lemurinn.is/2013/07/19/af-aevintyrum-munchhausen-barons-og-hvernig-thau-urdu-ad-arodurstaeki-nasista/