0:00
0:00

Save as Playlist     Clear     Source: YouTube

Share with your Friends
Fjórtán Sönglög Eftir Fjórtán Tónskáld by Svala Nielsen

Artists


Album Info

Release Date: 1976

Label: SG-Hljómplötur

Enn gefa SG-hljómplötur út plötu með íslenzkum einsöngvara og er plöturnar orðnar sjö í þessum útgáfuflokki. Svala Nielsen er landskunn söngkona.

Fyrstu kennarar hennar voru Guðmundur Jónsson, Sigurður Birkis og Kristinn Hallsson. Að loknu námi á Íslandi hélt Svala Nielsen utan og nam söng á Ítalíu og í Þýskalandi. Eftir heimkomuna sótti hún tíma til Maríu Markan. Svölu hafa verið falin mörg vandasöm hlutverk í óperum þeim og óperettum, sem Þjóðleikhúsið hefur fært upp á undanförnum árum.

Einnig hefur hún komið fram, sem einsöngvari með mörgum íslenzkum kórum, m.a. farið tvisvar utan með Karlakór Reykjavíkur, en Svölu er einmitt að finna sem einsöngvara á hljómplötu, sem kórinn gerði fyrir SG-hljómplötur, þar sem tekin eru fyrir lög Árna Thorsteinssonar. Svala Nielsen hefur komið fram í íslenzka sjónvarpinu og síðast en ekki sízt í útvarpinu, þar sem hún hefur sungið marg oft, enda er hún afbragðs túlkandi á íslenzk einsöngslög eins og heyra má á þessari plötu hennar.

Guðrún Kristinsdóttir leikur undir hjá Svölu af sinni alkunnu snilld.