Artists
Album Info
Release Date: 1992Labels: Sophia Hansen, Börnin Heim
Fjórtán lög eru á diskinum og eru þau í flutningi margra tónlistarmanna, Hljóma, Gunnars Þórðarsonar, Harðar Torfasonar, Guðrúnar Gunnarsdóttur, Rutar Reginalds, Gylfa Más, Gísla Helgasonar, Rúnars Þórs, Pálma Gunnarssonar, Sigurðar Ægissonar, Stefáns P. Þorbergssonar, Gömlu brýnanna, Sigríðar Guðnadóttur og Bjarna Arasonar. Geisladiskurinn var hljóðritaður í sumar sem leið og í haust í Stúdíó Stefi, Hljóðrita, Hljóðsmiðjunni í Hafnarfirði, Stúdíó Súlu og Geimsteini. Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir sáu um lokafrágang verksins, en umsjón með gerð disksins höfðu þeir Sigurður Pétur Harðarson og Lýður Ægisson.