0:00
0:00

Save as Playlist     Clear     Source: YouTube

Share with your Friends

Tónaflóð-Undraland

Ný geislaplötuverslun: 1994

Ný verslun verður opnuð mánudaginn 17. október í Miðbæjarmarkaðinum, Háaleitisbraut 58-60. Verslunin hefur hlotið nafnið Tónaflóð og mun starfa að
innflutningi og sölu á geisladiskum og öðrum vörum tengdum neyslu á tónlist. ~

Meginmarkmið Tónaflóðs er að selja geisladiska á mun lægra verði en þekkst hefur hérlendis hingað til. Eigandi Tónaflóðs er söngvarinn
Pétur W. Kristjánsson.
Fyrir utan að framleiða og flytja tónlist undanfarin 20 ár hefur Pétur einnig starfað hjá fyrirtækjunum Steinari hf. og Skífunni hf.

Framkvæmdastjóri Tónaflóðs er Sigurgeir Sigmundsson. Sigurgeir hefur starfað við tónlist árum saman og voru þeir Pétur m.a. saman í hljómsveitinni Start.
Tónaflóð verður opin kl. 10-19 virka daga og kl. 10-16 á laugardögum.

MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.0KTÓBER 1994