0:00
0:00

Save as Playlist     Clear     Source: YouTube

Share with your Friends

ps:músik

Iceland.

Útgáfu- og dreifingarfyrirtækið ps:músik starfaði um tveggja ára skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

ps:músik sem var í raun systurfyrirtæki Steina var hlutafélag Jónatans Garðarssonar, Sigurjóns Sighvatssonar og Péturs W. Kristánssonar en sá síðast taldi var í forsvari fyrir fyrirtækið.

Tilgangur ps:músikur var að safna og eignast útgáfurétt af tónlist en fyrirtækið dreifði einnig og flutti inn tónlist, og gaf út nokkrar plötur, s.s. Stjórnarinnar, KK o.fl.

ps:músik dreifði ennfremur íslenskri tónlist um Skandinavíu og víðar um Evrópu, þannig voru Sálin hans Jóns míns (Beaten bishops), Todmobile og fleiri gefin út af fyrirtækinu fyrir erlendan markað.